Rafmagnsverkfræðingur

side photo

Starfið felur í sér hönnun rafkerfa fyrir ýmsar gerðir mannvirkja, ráðgjöf, aðstoð við viðhald og endurnýjun rafkerfa ásamt verkefnastjórnun og gerð útboðsgagna. Aukin áhersla er á ráðgjöf og hönnun vegna snjalllausna í byggingum, orkuskipta á ýmsum sviðum og orkusparandi lausnir.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Meistarapróf í rafmagnsverkfræði
  • Reynsla af hönnun rafkerfa fyrir mannvirki
  • Reynsla af stjórnun verkefna
  • Þekking á helstu forritum sem notuð eru við hönnun rafkerfa
  • Góð kunnátta í teikniforritum t.d. AutoCad og Revit
  • Reynsla af vinnu við uppsetningu rafkerfa er æskileg
  • Gott vald á íslensku, ensku og einu Norðurlandamáli
  • Góðir samskipta- og skipulagshæfileikar, metnaður, frumkvæði og sjálfstæði í starfi.

Nánari upplýsingar veita
Elín Greta Stefánsdóttir mannauðsstjóri, egs@verkis.is
Áslaug Ósk Alfreðsdóttir sérfræðingur í mannauðsmálum, aoa@verkis.is