Starfið felur í sér verkefni tengd hönnun samgöngumannvirkja, s.s. flugvalla, flughlaða, vega, gatna, göngu- og hjólastíga.
Verkefnin fela m.a. í sér vinnu við hönnun, útboðs- og verklýsingagerð, skipulag og kortlagningu umferðaröryggis, samræmingu faga, þverfaglega teymisvinnu o.fl.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólapróf í samgöngu- eða byggingarverkfræði/-tæknifræði
- Reynsla á sviði flugvallahönnunar er kostur
- Reynsla í notkun teikni- og hönnunarforrita, AutoCAD, Civil 3D, Nova Point, AviPLAN er kostur
- Þekking á íslenskum og norskum reglum, stöðlum og handbókum er kostur
- Þekking á flugvallastöðlum og reglum frá EASA er kostur
- Gott vald á íslensku, ensku og einu Norðurlandamáli
Nánari upplýsingar veita:
Elín Greta Stefánsdóttir, mannauðsstjóri, egs@verkis.is
Áslaug Ósk Alfreðsdóttir, sérfræðingur í mannauðsmálum, aoa@verkis.is