Leitum að öflugum liðsauka til starfa við fjölbreytt verkefni á sviði öryggismála með megin áherslu á hamfara-, neyðar-, samfellu- og áhættustjórnun. Verkefnin felast í ráðgjöf, m.a. vegna skipulags, greininga, ritunar verklags og viðbragðsáætlana, æfinga og fræðslu.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Brennandi áhugi á öryggismálum og neyðarvörnum
- Menntun eða reynsla á sviði neyðarviðbragða, áhættustjórnunar eða tæknigreina
- Framúrskarandi færni í textagerð og ritvinnslu
- Gott vald á íslensku, ensku og einu Norðurlandamáli
- Góðir samskipta- og skipulagshæfileikar, metnaður, frumkvæði og sjálfstæði í starfi
Nánari upplýsingar veita
Elín Greta Stefánsdóttir mannauðsstjóri, egs@verkis.is
Áslaug Ósk Alfreðsdóttir sérfræðingur í mannauðsmálum, aoa@verkis.is