Starfið felur í sér að sinna fjölbreyttum hönnunarverkefnum s.s. hönnun íbúðar- og atvinnuhúsnæðis, samgöngumannvirkja, skipulagsverkefna og ýmiss konar mælingar á hávaða, hljóði og titringi.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Meistarapróf í verkfræði með áherslu á hljóðhönnun
- Reynsla af hljóðhönnun er kostur
- Þekking á helstu hljóðhönnunarforritum og mælitækjum / mæliaðferðum er kostur
- Góð kunnátta í teikniforritum t.d. AutoCad eða Revit er æskileg
- Gott vald á íslensku, ensku og einu Norðurlandamáli
- Góðir samskipta- og skipulagshæfileikar, metnaður, frumkvæði og sjálfstæði í starfi
Nánari upplýsingar veita
Elín Greta Stefánsdóttir mannauðsstjóri, egs@verkis.is
Áslaug Ósk Alfreðsdóttir sérfræðingur í mannauðsmálum, aoa@verkis.is